Dugleg Sveitin Þoka hyggst safna fyrir útgáfu fyrstu plötunnar.
Dugleg Sveitin Þoka hyggst safna fyrir útgáfu fyrstu plötunnar.
Sífellt algengara verður að listamenn fjármagni verk sín á vefsíðunni karolinafund.com. Nú bætist ein íslensk hljómsveit í þann góða hóp en það er sveitin Þoka.

Sífellt algengara verður að listamenn fjármagni verk sín á vefsíðunni karolinafund.com. Nú bætist ein íslensk hljómsveit í þann góða hóp en það er sveitin Þoka. Meðlimir Þoku eru þau Agnes Björgvinsdóttir, sem syngur, Atli Hólm, er leikur á hljómborð og Reynir Hauksson, gítarleikari. Þoka var stofnuð í byrjun ársins 2012 og hafnaði í öðru sæti Músíktilrauna það árið en sveitin fékk einnig verðlaun fyrir besta söng og besta hljómborðsleik. Söfnun hljómsveitarinnar á karolinafund.com er til að fjármagna eftirvinnslu fyrstu plötu sveitarinnar í fullri lengd, en ráðgert er að hún komi út á fyrstu vetrarmánuðum. gith@mbl.is