Lyfja Eftir fjárhagslega endurskipulagningu fór eignarhaldið til Glitnis.
Lyfja Eftir fjárhagslega endurskipulagningu fór eignarhaldið til Glitnis. — Morgunblaðið/Ómar
Hagnaður Lyfju á síðasta ári nam 127 milljónum króna eftir skatta. Rekstrarhagnaður án afskrifta og fjármagnsliða (EBITDA) minnkaði lítillega á milli ára og var um 514,5 milljónir króna á árinu 2013. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.

Hagnaður Lyfju á síðasta ári nam 127 milljónum króna eftir skatta. Rekstrarhagnaður án afskrifta og fjármagnsliða (EBITDA) minnkaði lítillega á milli ára og var um 514,5 milljónir króna á árinu 2013.

Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.

Eigið fé Lyfju var 2,27 milljarðar króna í árslok 2013 og var eiginfjárhlutfall fyrirtækisins tæplega 40%.

Sölutekjur Lyfju-samstæðunnar jukust um 225 milljónir frá fyrra ári og námu um 8,23 milljörðum króna á liðnu ári.

Við fjárhagslega endurskipulagningu Lyfju, sem lauk í ársbyrjun 2012, voru skuldir fyrirtækisins lækkaðar að hluta og allt hlutafé þáverandi eigenda afskrifað. Við það eignaðist lánveitandi félagsins, sem var Glitnir, 92,5% hlut í Lyfju.

Í dag er allt hlutafé Lyfju í eigu Haf-Funding 2008-1 (85%) og Glitnis (15%). Haf-Funding er félag í eigu Glitnis sem heldur utan um tiltekin lánasöfn í eigu slitabúsins.