Samið hefur verið við hið virta þýska fyrirtæki Films Boutique um dreifingu á myndinni Vonarstræti eftir Baldvin Z en alls hafa rúmlega 44.000 Íslendingar séð hana og sýningum ekki lokið.
Films Boutique hefur á sínum snærum kvikmyndir eftir öndvegisleikstjóra á borð við Andrzev Wajda og Alexander Sokurov að ógleymdum framleiðendum eins og Angelinu Jolie. Þá hafa myndir á boðstólum hjá Films Boutique hlotið Óskarsútnefningar, Silfurbjörninn í Berlín, Gullljónið í Feneyjum auk verðlauna á Sundance-hátíðinni í Bandaríkjunum.
Eru að sögn miklar vonir bundnar við Vonarstræti og allar líkur á að myndin haldi sigurgöngu sinni ótrauð áfram um allar grundir.