Útrás Búið er að semja um dreifingu við erlent fyrirtæki.
Útrás Búið er að semja um dreifingu við erlent fyrirtæki.
Samið hefur verið við hið virta þýska fyrirtæki Films Boutique um dreifingu á myndinni Vonarstræti eftir Baldvin Z en alls hafa rúmlega 44.000 Íslendingar séð hana og sýningum ekki lokið.

Samið hefur verið við hið virta þýska fyrirtæki Films Boutique um dreifingu á myndinni Vonarstræti eftir Baldvin Z en alls hafa rúmlega 44.000 Íslendingar séð hana og sýningum ekki lokið.

Films Boutique hefur á sínum snærum kvikmyndir eftir öndvegisleikstjóra á borð við Andrzev Wajda og Alexander Sokurov að ógleymdum framleiðendum eins og Angelinu Jolie. Þá hafa myndir á boðstólum hjá Films Boutique hlotið Óskarsútnefningar, Silfurbjörninn í Berlín, Gullljónið í Feneyjum auk verðlauna á Sundance-hátíðinni í Bandaríkjunum.

Eru að sögn miklar vonir bundnar við Vonarstræti og allar líkur á að myndin haldi sigurgöngu sinni ótrauð áfram um allar grundir.