Þórhildur Katrín Stefánsdóttir
Þórhildur Katrín Stefánsdóttir
Þórhildur Katrín Stefánsdóttir, fulltrúi hjá Húseigendafélaginu, segir fyrir hendi sérstakt og afgerandi úrræði fyrir húseigendur sem eru ósáttir við ónæði vegna útleigu eigna í fjöleignarhúsi. Með umræddu úrræði sé hægt að krefjast sölu á eignum.

Þórhildur Katrín Stefánsdóttir, fulltrúi hjá Húseigendafélaginu, segir fyrir hendi sérstakt og afgerandi úrræði fyrir húseigendur sem eru ósáttir við ónæði vegna útleigu eigna í fjöleignarhúsi. Með umræddu úrræði sé hægt að krefjast sölu á eignum. Um sé að ræða inngrip í eignarréttinn sem þarfnist eftir atvikum mjög afgerandi rökstuðnings þess sem kærir.

„Ef leiga til ferðamanna veldur verulegu ónæði og óþægindum og brot eiganda íbúðar eða annarra sem dvelja þar eru gróf eða ítrekuð er hægt að beita 55. gr. fjöleignarhúsalaga. Um er að ræða sérstakt og mjög afgerandi úrræði til handa húsfélagi og einstökum eigendum. Húsfélagið getur skv. ákvæðinu lagt bann við búsetu og dvöl hins brotlega í húsinu og gert honum að flytja og krafist þess að hann selji íbúð sína. Ákvörðun um slíkt þarf að taka á lögmætum húsfundi með samþykki 2/3 hluta eigenda, bæði miðað við fjölda og eignarhluta og þarf a.m.k. helmingur eigenda miðað við fjölda og eignarhluta að vera á fundi. Kröfu húsfélagsins verður yfirleitt að fylgja eftir með lögsókn og/eða nauðungarsölu,“ segir Þórhildur.