Tískudobl. S-Enginn Norður &spade;Á972 &heart;Á954 ⋄64 &klubs;KG4 Vestur Austur &spade;KG84 &spade;D10653 &heart;7 &heart;3 ⋄ÁKG1053 ⋄D72 &klubs;87 &klubs;D963 Suður &spade;-- &heart;KDG10862 ⋄98 &klubs;Á1052 Suður spilar 6&heart;.

Tískudobl. S-Enginn

Norður
Á972
Á954
64
KG4

Vestur Austur
KG84 D10653
7 3
ÁKG1053 D72
87 D963

Suður
--
KDG10862
98
Á1052

Suður spilar 6.

Áratugum saman létu menn sér nægja að spila þrenns konar dobl: refsidobl, úttektardobl og í þriðja lagi eins konar millibilsdobl, kallað „optional“ á ensku, en „ofsjónadobl“ á íslensku. En nú eru breyttir tímar og doblin fleiri. Tískudoblið í ár er mig-langar-að-melda-dobl. Það er notað af hástökkvara, sem lumar á óvenjugóðum sóknarspilum – svo góðum, að hann langar til að segja aftur, en doblar til að taka ekki öll ráð af makker sínum.

Feðgarnir Gísli Steingrímsson og Gabríel Gíslason fengu tækifæri til að nota nýja doblið í bikarleik á dögunum. Gísli vakti á 4, vestur doblaði til úttektar og austur sagði 4. Nú doblaði Gísli til að segjast eiga fyrir 5 upp á eigin spýtur.

Suðurhöndin er fögur, en Gabríel bjóst við jafnvel enn betri spilum og stökk í 6. Því miður átti vestur rakið útspil í tígli og slemman fór niður. En það er ekki doblinu að kenna.