2. ágúst 1907 Ungmennafélag Íslands, UMFÍ, er stofnað á Þingvöllum og eru markmið samtakanna „Ræktun lýðs og lands“. Fyrsta Landsmót UMFÍ er svo haldið tveimur árum síðar. 3.

2. ágúst 1907

Ungmennafélag Íslands, UMFÍ, er stofnað á Þingvöllum og eru markmið samtakanna „Ræktun lýðs og lands“. Fyrsta Landsmót UMFÍ er svo haldið tveimur árum síðar.

3. ágúst 1992

Vésteinn Hafsteinsson kemst í úrslit kringlukasts karla á Ólympíuleikunum í Barcelona á Spáni. Vésteinn kastar kringlunni 60,20 metra í seinni undanriðli og er tólfti og síðasti maður inn í úrslitin.

4. ágúst 2012

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik vinnur ótrúlegan eins marks sigur á Frakklandi, 30:29, í riðlakeppni Ólympíuleikanna í London. Alexander Petersson er markahæstur í íslenska liðinu og skorar 6 mörk.