— Morgunblaðið/Styrmir Kári
Umferðin gekk víðast hvar vel fyrir sig við upphaf þessarar miklu ferðahelgar. Um og eftir kvöldmat var straumurinn út úr höfuðborginni orðinn stöðugur en á hægðist þegar líða tók á kvöldið.

Umferðin gekk víðast hvar vel fyrir sig við upphaf þessarar miklu ferðahelgar. Um og eftir kvöldmat var straumurinn út úr höfuðborginni orðinn stöðugur en á hægðist þegar líða tók á kvöldið.

Þær upplýsingar fengust hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að engin óhöpp hefðu orðið hjá ferðalöngum á leið sinni út úr borginni. Lýsti lögreglumaður umferðarþunganum á þá leið að hann væri svipaður og um hverja aðra góða sumarhelgi.

Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var umferðin um tíma mjög þung og mátti víða sjá bíl við bíl. Svipaða sögu er að segja frá Ísafirði og Akureyri en eftir því sem leið á daginn fjölgaði ferðalöngum.