Sigló Margt áhugavert er á dagskrá þar í bæ nú um verslunarmannahelgina.
Sigló Margt áhugavert er á dagskrá þar í bæ nú um verslunarmannahelgina. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hjónin Walter og Ruth Hubner frá Sviss ljósmyndir sínar í safninu Saga Fotografica á Siglufirði í dag, laugardag, milli kl. 13 og 16.

Hjónin Walter og Ruth Hubner frá Sviss ljósmyndir sínar í safninu Saga Fotografica á Siglufirði í dag, laugardag, milli kl. 13 og 16. Þau hafa ferðast um landið á hverju ári um langt skeið og nú munu þau bregða upp skyggnum, það er myndum úr þessum ferðalögum sínum. Einnig eru í safninu uppi myndir sem Vigfús Sigurgeirsson tók forðum daga á Siglufirði. Vænta má að báðar þessar sýningar muni vekja athygli margra, en margir verða á Siglufirði um helgina þar sem Síldarævintýrið er venju samkvæmt um verslunarmannahelgina. Þá er staðurinn vinsæll sakir þess að hann er með Héðinsfjarðargöngum nú kominn í þjóðbraut.

Safnið Saga Fotografica er við Vetrarbraut á Siglufirði. Þar eru uppi bæði ljósmyndir og gamlar myndavélar og annar slíkur búnaður. Baldvin Einarsson stendur að safninu. Hann á og rekur Beco sem er sérverslun með myndavélar við Langholtsveg í Reykjavík.