Kollafjörður Horft inn í fjarðarbotn við Mógilsá. Þar leggja margir á fjallið.
Kollafjörður Horft inn í fjarðarbotn við Mógilsá. Þar leggja margir á fjallið. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fyrir þá sem hyggjast halda sig á Reykjavíkursvæðinu er gráupplagt að ganga á Esjuna. Flestir fara frá bílastæðunum við Mógilsá í Kollafjarðarbotni og ganga á merktum stígum upp. Góðar merkingar eru á leiðinni og þrep í bröttustu brekkunum.

Fyrir þá sem hyggjast halda sig á Reykjavíkursvæðinu er gráupplagt að ganga á Esjuna. Flestir fara frá bílastæðunum við Mógilsá í Kollafjarðarbotni og ganga á merktum stígum upp. Góðar merkingar eru á leiðinni og þrep í bröttustu brekkunum.

Algengt er að fólk gefi sér einn og hálfan tíma í að ganga upp að Steini sem er í miðjum Esjuhlíðum. Aðrir fara að brúnni við svonefnda Einarsmýri, sem er aðeins neðar. Þangað er um það bil klukkustund verið að ganga frá bílastæði. Sé stefna sett á toppinn, það er Þverfellshorn, er rétt að reikna með hálfri þriðju klukkustund.

Annars gildir engin regla um Esjuferðir, að minnsta kosti á sumrin þegar veður er gott. Fólk fer þangað sem það treystir sér og snýr við þegar þrótturinn þverr – sem er ekkert til að skammast sín fyrir. Og fólk þarf svo sem ekki miinn undirbúning, málið er bara að skynja sín takmörk og ætla sér ekki um of eða ana í ófærurnar. Hafa þarf þó í huga að léttur útivistarfatnaður bætir ferðina og þægilegir skór og þéttreimaðir eru þarfaþing.