Gott viðmót á Devitos Á dögunum lá leið mín á Devitos við Hlemm. Staðurinn hefur gott orðspor fyrir toppþjónustu og gómsætar ítalskar pitsur.

Gott viðmót á Devitos

Á dögunum lá leið mín á Devitos við Hlemm. Staðurinn hefur gott orðspor fyrir toppþjónustu og gómsætar ítalskar pitsur. Þegar ég beið í röð eftir því að komast að afgreiðslukassanum tók ég eftir manni sem lagði bíl sínum, nýlegum Range Rover, fyrir utan. Hann arkaði beinustu leiðina inn, leit á röðina og tróð sér fremst, mér og öðrum viðskiptavinum til mikils ama sem sáum fram á lengri bið eftir pitsunni.

Það kom mér því á óvart þegar afgreiðslumaðurinn tók uppátæki þessa manns ekki í mál og rak hann út þegar hann neitaði að fara aftast í röðina.

Pitsan mín var kannski eilítið köld við heimkomu vegna þessa en ég mun ábyggilega heimsækja Devitos oftar.

Pitsuunnandi.