Hjá forlaginu Sæmundi á Selfossi er komin út endurútgáfa skáldsögunnar Afdalabarn eftir Guðrúnu frá Lundi.
Hjá forlaginu Sæmundi á Selfossi er komin út endurútgáfa skáldsögunnar Afdalabarn eftir Guðrúnu frá Lundi.
„Afdalabarn fjallar um æsku og einangrun, fóstur og föðurást, ást og ástleysi, fortíð og nútíma, sveitasamfélag á síðustu metrunum sem hnusar treglega af nýjum tíma. Hér kemur einnig stéttamunur til tals, sem og hinn mikli menningarmunur á möl og dal,“ segir í eftirmála Hallgríms Helgasonar.
Fyrsta bók Guðrúnar kom út árið 1946. Hún sendi frá sér alls 26 bækur sem eru enn í hávegum hafðar meðal leikra sem lærðra.