Búðabandið.
Búðabandið.
Búðabandið mun koma saman á ný eftir langa fjarveru frá tónleikabrölti. Tríóið hóf upp raustina sirka 1996 sem húsband á Hótel Búðum á Snæfellsnesi en þangað sækir tríóið nafn sitt.
Búðabandið mun koma saman á ný eftir langa fjarveru frá tónleikabrölti. Tríóið hóf upp raustina sirka 1996 sem húsband á Hótel Búðum á Snæfellsnesi en þangað sækir tríóið nafn sitt. Það er sérstök ástæða fyrir því að Búðabandið komi saman núna því eftir verslunarmannahelgina hefjast Hinsegin dagar og að því tilefni mun tríóið flytja dagskrá sem kallast Hinsegin ást og fer hún fram í Tjarnarbíói, þriðjudaginn 5. ágúst kl. 21.