Nýlega birtist grein í hinu virta vikutímariti New York-borgar, Village Voice, um söngleik Ívars Páls Jónssonar, Revolution in the Elbow of Ragnar Agnarsson Furniture Painter.
Nýlega birtist grein í hinu virta vikutímariti New York-borgar, Village Voice, um söngleik Ívars Páls Jónssonar, Revolution in the Elbow of Ragnar Agnarsson Furniture Painter. Forsýningar á söngleiknum hófust í gær og halda þær áfram til frumsýningarinnar sem verður 15. ágúst næstkomandi. Í greininni kemur meðal annars fram að andi Radiohead, Davids Bowie, Grizzly Bear, the Flaming Lips og Sufjan Stevens svífi yfir vötnum. Reynsluboltinn Lee Proud kveður sýninguna tilfinningaþrungna og kraftmikla jafnframt því að vera raunsæ og að hinu mannlega eðli séu gerð góð skil.