Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 306,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og jukust um 17,7% frá sama tímabili fyrir ári. Samkvæmt greiðsluuppgjöri ríkissjóðs var niðurstaða tímabilsins tæplega 32 milljörðum yfir tekjuáætlun fjárlaga.

Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 306,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og jukust um 17,7% frá sama tímabili fyrir ári.

Samkvæmt greiðsluuppgjöri ríkissjóðs var niðurstaða tímabilsins tæplega 32 milljörðum yfir tekjuáætlun fjárlaga. Ef óreglulegir liðir og tekjur af arði og sölu eigna eru undanskilin eru tekjurnar hins vegar 3,6 milljörðum króna undir áætlun.