Eftirlitsmyndavél Persónuvernd vill árétta reglur um myndbirtingu.
Eftirlitsmyndavél Persónuvernd vill árétta reglur um myndbirtingu. — Morgunblaðið/Ásdís
Óheimilt er að veita öðrum en lögreglu myndefni sem finna má á eftirlitsmyndavélum. Á vef Persónuverndar kemur fram að stofnunin hafi nokkrum sinnum orðið vör við að myndir úr eftirlitsmyndavélum hafi verið birtar opinberlega, t.d. í fjölmiðlum.

Óheimilt er að veita öðrum en lögreglu myndefni sem finna má á eftirlitsmyndavélum.

Á vef Persónuverndar kemur fram að stofnunin hafi nokkrum sinnum orðið vör við að myndir úr eftirlitsmyndavélum hafi verið birtar opinberlega, t.d. í fjölmiðlum. Í Mörgum tilvikum er tilgangurinn að reyna að hafa uppi á sökudólgum þegar grunur leikur á um að refsivert athæfi hafi átt sér stað á vöktuðu svæði. Af þessu tilefni vill Persónuvernd árétta þær reglur sem gilda um slíka myndbirtingu. Í fyrsta lagi að vöktun sé nauðsynleg og fari fram í öryggis og eignarvörsluskyni. Í öðru lagi að efnið sé ekki birt nema með samþykki þess sem myndefnið er af. Þó er heimilt að afhenta lögreglu myndefnið. Í þriðja lagi að efni sem verði til við vöktunina verði eytt þegar ekki er lengur málefnaleg ástæða til að varðveita það, nema sérstök heimild Persónuverndar standi til frekari varðveislu.

vidar@mbl.is