Í nýrri viðbyggingu við Norðurgötuna er öll aðstaða fyrsta flokks og nemendur og kennarar hafa góð tækifæri til að sinna öllum sínum störfum.
Í nýrri viðbyggingu við Norðurgötuna er öll aðstaða fyrsta flokks og nemendur og kennarar hafa góð tækifæri til að sinna öllum sínum störfum. — Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Viðbygging við skólahúsið við Norðurgötu á Siglufirði var tekin í notkun á dögunum þegar vetrarstarf Gunnskóla Fjallabyggðar hófst. Viðbygging þessi er áföst gamla barnaskólahúsinu sem Rögnvaldur Ólafsson arkitekt teiknaði, en hinn 18.
Viðbygging við skólahúsið við Norðurgötu á Siglufirði var tekin í notkun á dögunum þegar vetrarstarf Gunnskóla Fjallabyggðar hófst. Viðbygging þessi er áföst gamla barnaskólahúsinu sem Rögnvaldur Ólafsson arkitekt teiknaði, en hinn 18. desember á síðasta ári var rétt öld síðan starfsemi hófst. Grunnskóli Fjallabyggðar var stofnaður 2010 og tók við af grunnskólunum í Ólafsfirði og á Siglufirði. Síðan þá hafa skref verið stigin í þá átt að fækka skólahúsum og hagræða jafnframt því að bæta vinnuumhverfi nemenda og starfsfólks. Haustið 2012 var viðbygging við skólahúsið við Tjarnarstíg í Ólafsfirði tekin í notkun og nú var röðin komin að Siglufirði. Með þessu hefur starf Grunnskóla Fjallabyggðar flust úr fjórum húsum í tvö. Ávinningur fyrir nemendur þykir mikill, til dæmis þurfa nemendur nú ekki að fara á milli húsa til að sækja verkgreinatíma og mötuneyti er í skólahúsum í báðum byggðakjörnum. Ótalin er þá hagræðing í rekstri skólans við það að skólahúsið við Hlíðarveg á Siglufirði er lagt af og tæki og búnaður nýtt betur.