— Morgunblaðið/Kristinn
Er Flateyri París norðursins? Mér skilst reyndar að Tromsö gangi undir þessu viðurnefni, en Flateyri mun gera kröftugt tilkall til titilsins eftir frumsýningu myndarinnar á föstudaginn. Hvert er þitt hlutverk í París norðursins?
Er Flateyri París norðursins?

Mér skilst reyndar að Tromsö gangi undir þessu viðurnefni, en Flateyri mun gera kröftugt tilkall til titilsins eftir frumsýningu myndarinnar á föstudaginn.

Hvert er þitt hlutverk í

París norðursins?

Ég leik Huga, barnaskólakennara í leit að sjálfum sér.

Hvaða íslensku leikarar veita þér innblástur?

Til dæmis þessi frábæri leikhópur í París norðursins. Tökutímabil myndarinnar síðasta sumar á Flateyri var algjörlega stórkostlegt og ég er innilega þakklátur fyrir að fá að vinna með þessu hæfileikaríka fagfólki; Helga Björns, Nönnu Kristínu, Jóni Páli, Sigurði Skúlasyni og auðvitað senuþjófinum Haka Lorenzen.

Er eitthvert af hlutverkum þínum sem þú tengir meira

við en önnur?

Það er föðurhlutverkið.

Þykir þér vænt um

Kenneth Mána?

Ég held að öllum sem kynnast Kenny þyki vænt um hann, og ég hef fengið að kynnast honum mjög vel við æfingar á einleiknum uppá síðkastið. Svo er hann svo ógeðslega fyndinn.

Verða ljósar strípur

vinsælar í vetur?

Jebb. Ljósar strípur og kúrekastígvél.