[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fátt kemst að í fréttum þessa dagana annað en eldgosið í Holuhrauni, enda skiljanlegt. Gosið er hreint stórkostlegt sjónarspil, móðir náttúra gríðarlega öflug.
Fátt kemst að í fréttum þessa dagana annað en eldgosið í Holuhrauni, enda skiljanlegt. Gosið er hreint stórkostlegt sjónarspil, móðir náttúra gríðarlega öflug. Það sem margir hafa klórað sér í kollinum yfir er að nefna nýja hraunið sem rennur um Holuhraun. Bragi Valdimar Skúlason stendur fyrir sínu að vanda: „Ég get ómögulega gert upp við mig hvort hraunið ætti að heita Bungubunga eða Lekandi“.

Hann heldur áfram: „Einmitt. Vísindamenn kallaðir úr Holuhrauni til að bíða öruggir í Drekagili. Af hverju í djúpfrystum dauðanum er þessum örnefnum ekki víxlað?! Maður þyrfti ekki að skammast sín fyrir vel útilátið Drekagilsgos.“

Nafni hans Bragi Skaftason lætur ekki þar við sitja og slær út grínið: „Gos virðist nú vera hafið í Slökugígum og stefnir á Meðaltind. Vísindamenn bíða spenntir í ofanverðu Fjáransflottahrauni eftir frekari upplýsingum.“

Á meðan sumir pæla í gosinu velta aðrir fyrir sér gríninu, eitthvað verður fólk að hafa til að gleðjast yfir, eins og til dæmis Margrét Erla Maack . „Dagligdags er ég frekar neikvæð týpa og hef ekki gaman af mörgu, en ég hef sannarlega gaman að Cookie Monster og finnst hann alltaf fyndinn. Næsta mál á dagskrá í lífi mínu: Cookie monster-barnabúningur.“ Eitthvað til að hlakka til yfir.

Gömlu félagarnir úr stundinni okkar, Felix Bergsson og Gunnar Helgason , hafa mikið brallað saman í gegnum tíðina en grínið þeirra á milli rennur seint út. „Að eyða morgni með Gunnari Helgasyni er einkar góð skemmtun. A.m.k. 2 hlátursköst bara í morgun! Gömlu mennirnir hugsa sér til hreyfings.“ Eitthvað er á döfinni hjá þeim félögunum.