Ánægja ríkir hjá Obama og hans fólki í Hvíta húsinu með ráðningu Megan Smith sem tæknistjóra Bandaríkjanna.
Ánægja ríkir hjá Obama og hans fólki í Hvíta húsinu með ráðningu Megan Smith sem tæknistjóra Bandaríkjanna.
Hvíta húsið hefur ráðið konu sem tæknistjóra hússins. Sú heitir Megan Smith og hefur starfað meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá Google og hefur áratuga reynslu í tæknigeiranum.
Hvíta húsið hefur ráðið konu sem tæknistjóra hússins. Sú heitir Megan Smith og hefur starfað meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá Google og hefur áratuga reynslu í tæknigeiranum. Stefna Bandaríkjanna er sú að fylgja öllum tækninýjungum sem ríða yfir heiminn og tengja jarðarbúa sífellt betur saman. Obama og hans föruneyti er því í góðum höndum hjá Smith við að læra á nýjustu tæknina jafnóðum.

Obama sagði í fréttatilkynningu að Megan hefði á farsælum ferli verið leiðandi á sínu sviði, stjórnað hæfileikaríkum hópum og átt frumkvæði að ýmsum krefjandi og frumlegum hugmyndum, hönnun og uppsetningu á sviði tækni og nýsköpunar. Hann segist sannfærður um að í nýju starfi sem tæknistjóri Bandaríkjanna muni Smith nýta forystuhæfileika sína og framúrskarandi hæfni til að starfa í þágu bandarísku þjóðarinnar.