Páll segist eftirláta innkaupin fólki sem hefur á því meira vit.
Páll segist eftirláta innkaupin fólki sem hefur á því meira vit.
Páll Sigurður virðist hafa fleiri klukkustundir í sólarhringnum en annað fólk. Auk þess að spila með hjómsveitinni Rafmagnað tekur hann þátt í leiksýningu áhugamannaleikfélagsins Órión í Gaflaraleikhúsinu.
Páll Sigurður virðist hafa fleiri klukkustundir í sólarhringnum en annað fólk. Auk þess að spila með hjómsveitinni Rafmagnað tekur hann þátt í leiksýningu áhugamannaleikfélagsins Órión í Gaflaraleikhúsinu. Verkið er Næstum sjö og verður sýnt fjórum sinnum í september.

Hvað eruð þið mörg í heimili?

Ég bý hjá bróður mínum ásamt konunni hans og þremur börnum.

Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku?

Hahah! Hef ekki hugmynd.

Hvar kaupirðu helst inn?

Ég kaupi nú ekki mikið inn, ég læt nú fólk sem hefur meira vit á því gera það.

Hvað áttu alltaf til í ísskápnum?

Mjólk, skyr og brauð...mjög íslenskt bara.

Hvað freistar helst í matvörubúðinni?

Ég er veikur fyrir súkkulaði (eins og flestir eru).

Hvernig sparar þú í heimilishaldinu?

Með því að búa hjá fjölskyldunni bara, svona þangað til maður flytur út.

Hvað vantar helst á heimilið?

Það vantar ekkert þannig séð.

Eyðir þú í sparnað?

Fyrst að planið er að flytja til Englands á næsta ári þá er maður farinn að spara, til að gera hlutina aðeins auðveldari.

Skothelt sparnaðarráð?

Ekki eyða peningum í eitthvað sem þú þarft ekki, ekki að ég sé góður í því.