Orri Huginn Ágústsson
Orri Huginn Ágústsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Orri Huginn Ágústsson leikari er kvæntur Hrafnhildi Ólafsdóttur, sálfræðinema og Zumba-kennara. Þau eiga saman tvær dætur, hálfs árs og fimm og hálfs árs. Þátturinn sem allir geta horft á?
Orri Huginn Ágústsson leikari er kvæntur Hrafnhildi Ólafsdóttur, sálfræðinema og Zumba-kennara. Þau eiga saman tvær dætur, hálfs árs og fimm og hálfs árs.

Þátturinn sem allir geta horft á?

Yngstu tveir fjölskyldumeðlimirnir eru hálfs árs og fimm ára, þær hafa hins vegar báðar mjög gaman af tónlist. Til þess að allir geti horft á sama sjónvarpsefnið þá má það gjarnan vera teiknimynd en það er skilyrði að í henni sé sungið. Annað sem gengur vel í mannskapinn er dýralífsmyndir.

Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum?

Aftur er erfitt að gera öllum til hæfis á einu bretti með hálfs árs barn við borðið, en vatnsmelóna er samt nokkuð sem við erum öll sólgin í. Ef sú allra yngsta er ekki spurð þá erum við mjög hrifin af silungi.

Skemmtilegast að gera saman?

Danspartí í stofunni á kvöldin eru algerlega málið. Við hækkum í tónlistinni og dönsum trylltan dans öll saman í dágóða stund. Þetta hefur verið nokkuð fastur liður síðan á HM í fótbolta og HM-lagið hans Samma, „Við erum að koma“, er alltaf spilað fyrst og síðast.

Borðið þið morgunmat saman?

Kvöldmat já, morgunmat nei. Ekki nóg með það heldur borðum við líka öll sinn morgunverðinn hvert. Sú yngsta vaknar yfirleitt fyrst og borðar sinn morgunmat jafnvel í rúminu. Eldri stelpan þarf svo morgunmat alveg um leið og hún fer fram úr. Þegar þær eru komnar með sinn þá útbúum við hjónin okkar. Ég þarf samt að hita espresso-vélina áður en ég fæ mér morgunmat svo ég er yfirleitt síðastur.

Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar?

Mest um vert er að vera saman. Þá gildir einu hvort verið er að dansa, lita, spila, lesa eða breyta stofunni í þrautabraut og leika sér.