— Morgunblaðið/Eggert
Ellefu Íslendingar voru í gær sæmdir heiðursmerki hinar íslensku fálkaorðu. Þeir eru: Dýrfinna H.K.
Ellefu Íslendingar voru í gær sæmdir heiðursmerki hinar íslensku fálkaorðu. Þeir eru: Dýrfinna H.K. Sigurjónsdóttir ljósmóðir fyrir störf á vettvangi heilsugæslu og umönnunar; Herdís Storgaard hjúkrunarfræðingur fyrir brautryðjandastörf að slysaforvörnum barna; Inga Þórsdótir, prófessor og forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, fyrir framlag til vísinda og rannsókna; Magnús Pétursson, ríkissáttasemjari og fyrrverandi ráðuneytisstjóri, fyrir störf í opinbera þágu; Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, fyrir rannsóknir og fræðslu á sviði íslenskra jarðvísinda; Páll Guðmundsson myndlistarmaður fyrir framlag til íslenskrar myndlistar; Sigrún Huld Hrafnsdóttir, ólympíumethafi fatlaðra og myndlistarmaður, fyrir afrek og framgöngu á vettvangi íþrótta fatlaðra; Sigurður Halldórsson héraðslæknir fyrir læknisþjónustu á landsbyggðinni; Sigurður Hansen bóndi fyrir framlag til kynningar á sögu og arfleifð Sturlungaaldar; Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur fyrir framlag til íslenskrar menningar og bókmennta; Þorvaldur Jóhannsson fyrir framlag til mennta og framfara í heimabyggð.