26. febrúar 2015 | Íþróttir | 100 orð | 1 mynd

Ætti að spila næsta leik

Ingibjörg Jakobsdóttir
Ingibjörg Jakobsdóttir
Ingibjörg Jakobsdóttir, bakvörður í bikarmeistaraliði Grindavíkur í körfubolta, var ein þeirra sem runnu á dúknum í Laugardalshöllinni um síðustu helgi.
Ingibjörg Jakobsdóttir, bakvörður í bikarmeistaraliði Grindavíkur í körfubolta, var ein þeirra sem runnu á dúknum í Laugardalshöllinni um síðustu helgi. Ingibjörg fór meidd af velli um tíma í úrslitaleiknum gegn Keflavík en tókst þó að koma aftur inn á og ljúka leiknum þar sem Grindavík fagnaði sigri, 68:61.

Meiðsli Ingibjargar virðast ekki ætla að draga dilk á eftir sér að sögn Sverris Þórs Sverrissonar, þjálfara Grindavíkur. Þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær sagði Sverrir að Ingibjörg hefði ekki æft með liðinu eftir bikarúrslitaleikinn vegna lærmeiðslanna en ekki væri útlit fyrir annað en að hún gæti spilað næsta leik. kris@mbl.is

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.