Fjör Fátt er skemmtilegra en góður handboltaleikur í háskerpu.
Fjör Fátt er skemmtilegra en góður handboltaleikur í háskerpu. — Morgunblaðið/Kristinn
Úrslitakeppnin í handbolta hefur hingað til ekki verið send út í háskerpu. Leikirnir hafa verið sýndir á hliðarrás RÚV, RÚV 2, og í SD-gæðum sem eru mun minni gæði. RÚV er með eina HD-rás (háskerpurás) þar sem sama dagskrá er sýnd og á aðalrásinni.

Úrslitakeppnin í handbolta hefur hingað til ekki verið send út í háskerpu. Leikirnir hafa verið sýndir á hliðarrás RÚV, RÚV 2, og í SD-gæðum sem eru mun minni gæði.

RÚV er með eina HD-rás (háskerpurás) þar sem sama dagskrá er sýnd og á aðalrásinni. RÚV mun framvegis sýna handboltaleiki karla og kvenna á aðalrásinni og verður því hægt að fylgjast með handboltafjörinu í háskerpu.

„Þegar rætt er um HD-rásir, dreifingu og kostnað verður að taka með í reikninginn að hér er um tvenns konar dreifingu að ræða, annars vegar IPTV-dreifingu símafélaganna og þá landsdekkandi dreifingu sem okkur ber að tryggja.

RÚV HD er eina HD-rásin sem er í landsdekkandi HD um loftnet. Aðrar HD-rásir eru eingöngu aðgengilegar á IPTV-dreifikerfi símafélaganna og eru þar með ekki landsdekkandi út frá þeim kröfum sem gerðar eru til RÚV. Það er mun meiri kostnaður tengdur slíkri HD-dreifingu en á IPTV-kerfum símafélaganna,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV.

Einfalt er að fá HD-rás samkvæmt svörum stóru símafélagana, Símans og Vodafone. Það eina sem þarf að gera er að sækja um og greiða mismuninn.

Hin nýja sjónvarpsstöð, Hringbraut, sendir sitt efni út í háskerpu og greiðir um 150 þúsund á mánuði fyrir það samkvæmt Sigmundi Erni Rúnarssyni dagskrárstjóra.

Samkvæmt upplýsingum frá Vodafone geta sjónvarpsstöðvar valið um SD-útsendingar eða háskerpudreifingu á sínu efni. Kjósi sjónvarpsstöð að senda út í háskerpu eykst kostnaðurinn.

Sama gildir hjá Símanum.

„Þetta er bara kostnaður. Tæknilega er þetta mögulegt en þetta snýst um kostnað,“ segir Skarphéðinn. benedikt@mbl.is