23. maí 2015 | Aðsent efni | 109 orð | 1 mynd

Vindorkuver

Eftir Guðna Á. Haraldsson,

Guðni Á. Haraldsson
Guðni Á. Haraldsson
Eftir Guðna Á. Haraldsson,: "Ég var einn af þeim sem heyrðu í fréttum í gær að þýskt fyrirtæki ætlaði sér að reisa allt að 10 vindorkuver hér á landi og að samanlögð orka úr þessum verum gæti samsvarað allri orku Kárahnjúkavirkjunar."
Ég var einn af þeim sem heyrðu í fréttum í gær að þýskt fyrirtæki ætlaði sér að reisa allt að 10 vindorkuver hér á landi og að samanlögð orka úr þessum verum gæti samsvarað allri orku Kárahnjúkavirkjunar.

Það vekur furðu að sveitarfélög út um land séu að semja um slíkt við erlent fyrirtæki. Hér heima fyrir er um næga fjármuni að ræða til uppbyggingar slíkra orkuvera. Þannig gætu lífeyrissjóðir og Landsvirkjun komið að gerð slíkra verkefna. Og öll vitum við að nægur er vindurinn.

Að við Íslendingar séum að gefa eða selja á útsölu þessa hreinu orku okkar til erlendra fyrirtækja á að vera liðin tíð.

Höfundur er hæstaréttarlögmaður.

Fletta í leitarniðurstöðum

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.