30. september 1994 | Íþróttir | 104 orð

KNATTSPYRNA Mihahlo Bibercic féll Gullskóinn Serbinn Mihajlo Bibercic varð

KNATTSPYRNA Mihahlo Bibercic féll Gullskóinn Serbinn Mihajlo Bibercic varð fyrsti útlendingurinn til að vinna gullskó Adidas á Íslandi. Sportmenn, sem er umboðsaðili Adidas, afhenti gullskóinn við hátíðlega athöfn á Hótel Íslandi í gær.

KNATTSPYRNA Mihahlo Bibercic féll Gullskóinn Serbinn Mihajlo Bibercic varð fyrsti útlendingurinn til að vinna gullskó Adidas á Íslandi. Sportmenn, sem er umboðsaðili Adidas, afhenti gullskóinn við hátíðlega athöfn á Hótel Íslandi í gær. Þetta er í ellefta sinn sem þessi verðlaun eru veitt á Íslandi til markahæsta leikmann 1. deildar. Fyrstur til að hampa gullskónum var Ingi Björn Albertsson, árið 1983. Bibercic úr ÍA hlaut gullskóinn að þessu sinni - hann gerði 14 mörk. Óli Þór Magnússon, Keflavík, hlaut silfurskóinn og Bjarni Sveinbjörnsson, Þór frá Akureyri, bronsskóinn, en þeir gerðu báðir 11 mörk, en Óli Þór lék 15 leiki en Bjarni 18.

Morgunblaðið/Árni Sæberg

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.