Eitt þeirra verka sem sýnt er í Anarkíu.
Eitt þeirra verka sem sýnt er í Anarkíu.
Ár í listheimum nefnist myndlistarsýning Ránar Jónsdóttur og Unnar Óttarsdóttur sem opnuð verður í Anarkíu, Hamraborg 3, í dag, laugardag, kl. 15. „Sýningin byggist á ferðum um listasenu Íslands.
Ár í listheimum nefnist myndlistarsýning Ránar Jónsdóttur og Unnar Óttarsdóttur sem opnuð verður í Anarkíu, Hamraborg 3, í dag, laugardag, kl. 15. „Sýningin byggist á ferðum um listasenu Íslands. Verkefnið byggist á rannsóknarferðum sem voru skrásettar í myndum. Myndlistarmennirnir Rán og Unnur spegla sig hvor í annarri sem og myndlistarmönnum samtímans. Listamennirnir unnu verkin á sýningunni í samvinnu,“ segir m.a. í tilkynningu. Báðar hafa listakonurnar lokið MA-gráðu frá LHÍ, Unnur árið 2015 og Rán árið 2014.