Kveðjuorð: Jón Ólafsson Fæddur 8. júlí 1940 Dáinn 24. desember 1987 Nú er um það bil hálft ár síðan faðir minn hvarf. Enn hefur hey hans ekki fundist. Fyrir mér er líkami aðeins verkfæri. Ég vona að sál ferðist áfram á þroskans braut.
Í minningunni á ég aðeins bjartar minningar um hann. Það sem dró hann að brún dauðans var angist þess er getur ekki tjáð sig. Örvænting þess þjáða. Ótal spurningar kviknuðu í brjósti mínu þegar ég skildi hvað skeð hafði, þær ómuðu í tóminu sem hann skildi eftir sig. Mörg svör hafa fæðst.
Að geta tjáð sig, að geta gefið annarri manneskju mynd af huga sínum svo langt sem maður fær inní sig séð, er ef til vill það dýrmætasta sem hverjum manni er gefið. Svo margir eru þó án þorsins. Svoerfitt getur það verið að opna sál arkitruna sína. Engum er hægt að kenna um og sjálfsásakanir eru aðeins til að draga mann ofan í pytt sjálfsaumkunar.
Í minningunni er mynd af manni sem sagði fátt vegna þess að lykillinn að sálinni var týndur og þrekið vantaði til að leita hans. Í minningunni sé ég hann sem klett á lífsins úfna hafi. Sem leiðarljós mitt. Í minningunni er maður sem hafði hjarta úr gulli og hlýju til að bera. Hann gaf okkur sem eftir sitjum þor til að opnast og styrk til að sameinast.
Hvar er í heimi hæli tryggt
og hvíld og mæðufró?
Hvar bærist aldrei hjarta hryggt?
Hvar heilög drottnar ró?
Það er hin djúpa dauðra gröf,
- þar dvínar sorg og stríð -
er sollin lífs fyrir handan höf
er höfn svo trygg og blíð.
Þú læknar hjartans svöðusár
og svæfir auga þreytt,
þú þerrar burtu tregatár
og trygga hvíld fær veitt.
Þú griðarstaður mæðumanns
ó, myrka, þögla gröf,
þú ert hið eina hæli hans
og himins náðargjöf.
(Kristján Jónsson)
Fyrir hönd bróður míns, Jóns Tryggva, og móður okkar, Bergþóru Árnadóttur,
Birgitta Jónsdóttir