Gullfallegt, ekki satt?
Gullfallegt, ekki satt?
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Það er kunnara en frá þurfi að segja að David Beckham er áhugamaður um fallega bíla enda á hann nóg af fokdýrum farartækjum til að fylla fáeina bílskúra.
Það er kunnara en frá þurfi að segja að David Beckham er áhugamaður um fallega bíla enda á hann nóg af fokdýrum farartækjum til að fylla fáeina bílskúra. Færri vita ef til vill að hann er eldheitur áhugamaður um mótorhjól, og rétt eins og hann velur aðeins það besta úr heimi bifreiða, þá lætur hann ekki bjóða sér neitt fjöldaframleitt og hefðbundið þegar kemur að því að velja sér véhjól.

Eins og er um marga með alvarlega mótorhjóladellu hefur Beckham mikið dálæti á Triumph-hjólum og hann hnippti í hina alkunnu fagmenn hjá British Customs til að sérútbúa

Triumph Bonneville T100 hjól eftir sínum óskum og útkoman er þetta ótrúlega fallega hjól sem kallast einfaldlega DBSC. Ekki svo að skilja að þessi huggulegi „cafe racer“ hafi verið neitt slor fyrirfram en Beckham lét setja á hjólið nýtt pústkerfi, Hagon-dempara, handsaumað leðursæti með sérvöldu leðri, og síðast en ekki síst gullkeðju á drifið frá D.I.D. Verðið er ekki gefið upp en þar sem Bekham er ekki vanur að sætta sig við ódýra hluti er DBSC líkast til utan landhelgi fyrir okkur venjulega fólkið. jonagnar@mbl.is