Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Steingrímur J. Sigfússon sýndi um helgina að hann hefur enn töluverð ítök í VG. Honum tókst að koma í veg fyrir að Björn Valur Gíslason yrði settur af og hefur því enn sinn mann á vísum stað í forystunni.
Steingrímur J. Sigfússon sýndi um helgina að hann hefur enn töluverð ítök í VG. Honum tókst að koma í veg fyrir að Björn Valur Gíslason yrði settur af og hefur því enn sinn mann á vísum stað í forystunni. Og honum tókst líka að koma í veg fyrir að landsfundur VG bæðist „afsökunar á þætti hreyfingarinnar í ferlinu þegar fyrstu sérleyfin voru undirrituð 2013 af ráðherra Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.“

En að öðru leyti hefur hann orðið undir í olíumálum innan flokksins, því að VG ályktaði á nýafstöðnum landsfundi með skýrum hætti gegn olíuvinnslu „á íslensku yfirráðasvæði, þar með talið fyrirhugaðri olíuvinnslu á Drekasvæðinu.“

Steingrímur segist nú vera ánægður með ályktunina og segist hafa greitt henni atkvæði. Það er mikil stefnubreyting frá því Steingrímur beitti sér fyrir þessari olíuvinnslu og samdi um hana.

En svo má velta fyrir sér hvers virði slíkar ályktanir eru. Fyrir kosningarnar 2009, rétt eins og nú, talaði flokkurinn eindregið gegn aðild að ESB en sótti skömmu síðar um aðild.

Og bæði núverandi og þáverandi formaður studdu bæði núverandi og þáverandi stefnu í olíu- og ESB-málum.

Og þau munu án efa líka styðja þá stefnu sem hentar eftir næstu kosningar.