Brúðkaup Sigurgeir og synir syngja við brúðkaup barnabarns hans og nafna, Sigurgeirs Jóhannssonar, og Matildu Lindstaf.
Brúðkaup Sigurgeir og synir syngja við brúðkaup barnabarns hans og nafna, Sigurgeirs Jóhannssonar, og Matildu Lindstaf.
Sigurgeir er nýlega hættur að vinna eftir langa starfsævi sem hófst hjá Ölgerðinni þegar hann var sextán ára. Frá 1974 starfaði hann sjálfstætt sem sendibílstjóri og síðan hjá Húsasmiðjunni frá árinu 2000 og fram á mitt þetta ár.
Sigurgeir er nýlega hættur að vinna eftir langa starfsævi sem hófst hjá Ölgerðinni þegar hann var sextán ára. Frá 1974 starfaði hann sjálfstætt sem sendibílstjóri og síðan hjá Húsasmiðjunni frá árinu 2000 og fram á mitt þetta ár. Sigurgeir býr í Kórsölum í Kópavogi en er fæddur í Lýtingsstaðahreppi hinum forna í Skagafirði og bjó fyrst í Brekkukoti en lengst af í Ljósalandi. Foreldrar hans, Jóhann Hjálmarsson og María Benediktsdóttir, bjuggu þar ásamt átta sonum. Þau brugðu búi 1973, fluttu til Reykjavíkur og gerðust húsverðir í Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Kona Sigurgeirs var Fríður Sigurðardóttir, húsmóðir og söngkona, en hún lést árið 2000. Synir þeirra eru Jóhann Hlynur, búsettur í Noregi. Sigurður Örn, húsasmiður í Reykjavík, Sigurgeir Sindri, bóndi í Borgarfirði og formaður Bændasamtakanna og Gauti, rekstrarstjóri Húsamiðjunnar í Borgarnesi . Vinkona Sigurgeirs er Ester Steindórsdóttir frá Haugi í Flóahreppi.

„Það má segja að lífið í dag sé söngur og aftur söngur. Þannig hefur það reyndar verið um langt árabil. Fyrst söng ég í Skagfirsku söngsveitinni í Reykjavík og þaðan lá leiðin í Karlakór Reykjavíkur. Ég hef sungið í kvartettum og kirkjukórum en nú í dag syng ég með (H)eldri félögum Karlakórs Reykjavíkur“.

En söngurinn er ekki eina áhugamál afmælisbarnsins, útivistin skipar stóran sess. „Það er ákaflega gaman að stunda útivist og labba um hér í Salahverfinu. Fjallahringurinn er stórkostlegur og svo er virkilega gaman að labba um skóginn sem er mjög litskrúðugur nú í október.“ Sigurgeir er að heiman í dag.