— AFP
Að minnsta kosti 260 manns hafa látið lífið eftir harðan jarðskjálfta sem reið yfir Suður-Asíu í gær, flestir þeirra voru Pakistanar. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka.
Að minnsta kosti 260 manns hafa látið lífið eftir harðan jarðskjálfta sem reið yfir Suður-Asíu í gær, flestir þeirra voru Pakistanar. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Yfir þúsund eru slasaðir en skjálftinn fannst í Afganistan, Pakistan og Indlandi. Upptök hans voru nálægt Jurm í norðausturhluta Afganistan, í um 250 kílómetra fjarlægð frá Kabúl. Hann mældist 7,5 stig. Upptök skjálftans eru skammt frá upptökum skjálfta sem skók svæðið í október 2005. Sá var 7,6 stig og létu 75.000 lífið í honum og 3,5 milljónir misstu heimili sín. Skjálftinn í gær stóð yfir í minnsta kosti eina mínútu. Einn eftirskjálfti varð fljótlega eftir það og var hann 4,8 stig.