Yfirburðamaður Þátturinn um J.S. Bach gladdi rýni.
Yfirburðamaður Þátturinn um J.S. Bach gladdi rýni.
„Það eru fá tónskáld í sögunni, ef nokkur, sem hafa afkastað jafn miku af algjörum yfirburða tónsmíðum, sem er hreinlega ekki hægt að finna nokkurn blett á.
„Það eru fá tónskáld í sögunni, ef nokkur, sem hafa afkastað jafn miku af algjörum yfirburða tónsmíðum, sem er hreinlega ekki hægt að finna nokkurn blett á.“ Þetta segir Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur í upphafi þáttar í þáttatöðinni „Þar sem orðunum sleppir“ á Rás 1, sem var helgaði hinum mikla meistara Johanni Sebastian Bach einum.

„Bach er hápunktur barokksins...Hann er einfaldlega algjör yfirburðamaður,“ bætti hann við.

Þessir þættir Guðna Tómassonar listsagnfræðings og Helga Jónssonar tónlistarfræðings eru útvarp eins og það gerist best. Vel skrifað handrit, fólk sem tjáir sig af þekkingu og ástríðu, og við fræðumst og er skemmt í senn. Nýr þáttur er frumfluttur í viku hverri en hinir eldri liggja í Sarpinum og þessi skrifari hefur til að mynda þegar hlustað þrisvar á fjölfróða sérfræðingana – auk fyrrnefndra heyrist meðal annars í Tryggva M. Baldvinssyni, Unu Sveinbjarnadóttur, Hróðmari Inga Sigurbjörnssyni og Víkingi Heiðari Ólafssyni – tjá sig um Bach, aðferðir hans og nálgun, með þessum líka dásamlegu tóndæmum. Þessu mega áhugamenn um tónlist alls ekki missa af.

Einar Falur Ingólfsson