Fullt tungl við Elliðavatn Fullt tungl við Elliðavatn
Fullt tungl við Elliðavatn Fullt tungl við Elliðavatn — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hnarreist stóðu grenitrén við Elliðavatn undir fullu tungli aðfaranótt gærdagsins.
Hnarreist stóðu grenitrén við Elliðavatn undir fullu tungli aðfaranótt gærdagsins. Vetur konungur hefur farið sér að engu óðslega í höfuðborginni í ár ólíkt síðasta vetri þegar hann hrellti landsmenn í vetrarbyrjun með tilheyrandi seinkun á ferðum þeirra.

En sama hvernig veturinn lætur á sér kræla er hægt að ganga að einu vísu; tunglið lýsir alltaf upp fallegu íslensku vetrarkvöldin.