Sjálfsmynd Unnur Pétursdóttir matreiðslumaður og myndasmiðurinn Kolbrún Völkudóttir, aðstoðarkona hennar, rétt fyrir úrslitin.
Sjálfsmynd Unnur Pétursdóttir matreiðslumaður og myndasmiðurinn Kolbrún Völkudóttir, aðstoðarkona hennar, rétt fyrir úrslitin.
Fulltrúi Íslands, Unnur Pétursdóttir, matreiðslumaður á Lava í Bláa lóninu, sigraði með glæsibrag í matreiðslukeppninni Deaf Chef 2015, sem haldin var í Hótel- og veitingaskólanum í Valby Danmörku á laugardaginn.
Fulltrúi Íslands, Unnur Pétursdóttir, matreiðslumaður á Lava í Bláa lóninu, sigraði með glæsibrag í matreiðslukeppninni Deaf Chef 2015, sem haldin var í Hótel- og veitingaskólanum í Valby Danmörku á laugardaginn.

Auk Unnar tóku matreiðslumenn frá sjö löndum; Danmörku, Svíþjóð, Englandi, Frakklandi, Spáni, Kanada og Bandaríkjunum, þátt í keppninni.

Unnur var númer sex í röðinni og byrjaði klukkan 09.20, en hún þurfti, eins og keppnisfyrirkomulagið kvað á um, að útbúa þriggja rétta kvöldverð, 5 diska fyrir hvern rétt og einn sýningardisk og skila eftirréttinum klukkan rúmlega þrjú síðdegis.

Deaf Chef var stofnað af Allehånde í Danmörku með það að leiðarljósi að mennta og ráða heyrnarlausa í veitingabransann.