Söngvarinn og lagahöfundurinn Chris Cornell heldur tónleika í Eldborg 23. mars á næsta ári og mun á þeim flytja lög af nýrri plötu sinni, Higher Truth, auk helstu laga af ferli sínum. Tónleikarnir eru þeir fyrstu í tónleikaferð Cornells um Evrópu.
Söngvarinn og lagahöfundurinn Chris Cornell heldur tónleika í Eldborg 23. mars á næsta ári og mun á þeim flytja lög af nýrri plötu sinni, Higher Truth, auk helstu laga af ferli sínum. Tónleikarnir eru þeir fyrstu í tónleikaferð Cornells um Evrópu. Cornell er með þekktari rokksöngvurum sögunnar og gerði garðinn frægan með hljómsveitunum Soundgarden, Audioslave og Temple of the Dog. Hann hefur hlotið fjölda Grammy-verðlauna og verið tilnefndur til Golden Globe-verðlauna sem söngvari, lagahöfundur, textasmiður og gítarleikari.