Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Slitastjórnir föllnu viðskiptabankanna telja tímann sem þau hafa til undirbúnings og framlagningar frumvarps að nauðasamningi vera á þrotum.
Stefán E. Stefánsson

ses@mbl.is

Slitastjórnir föllnu viðskiptabankanna telja tímann sem þau hafa til undirbúnings og framlagningar frumvarps að nauðasamningi vera á þrotum. Þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi ekki gefið afdráttarlaus og endanleg svör um skilyrði fyrir undanþágum frá gjaldeyrishöftum hafa slitastjórnir LBI og Kaupþings nú þegar sent kröfuhöfum gögn varðandi nauðasamning búanna. Ekki var hægt að bíða lengur með birtingu gagnanna vegna þess tímafrests sem alríkislög í Bandaríkjunum kveða á um varðandi birtingarfrest gagnvart þarlendum kröfuhöfum.

Lítið svigrúm til breytinga

Lítið sem ekkert svigrúm er til þess að gera breytingar á þeim gögnum sem nú hafa verið send út. Af þeim sökum segja áreiðanlegar heimildir Morgunblaðsins að slitastjórnirnar skáki í skjóli þeirrar vissu að Seðlabankinn muni í raun samþykkja beiðnir þeirra að langmestu leyti óbreyttar. Geri Seðlabankinn það ekki mun stöðugleikaskattur óhjákvæmilega falla á slitabúin sem aftur kalli holskeflu málsókna yfir íslenska ríkið.

Slitastjórnir gátu ekki 16

Uppskipti á eignum
» Samanlagðar eignir slitabúanna þriggja námu tæpum 3.300 milljörðum um mitt þetta ár.
» Nauðasamningarnir kveða á um úthlutun þessara verðmæta.