• Marteinn Geirsson lék sinn 67. og síðasta landsleik á þessum degi árið 1982 þegar Íslendingar töpuðu fyrir Spánverjum, 1:0, í undankeppni Evrópumótsins en leikið var á Spáni. • Marteinn er fæddur árið 1951.
Marteinn Geirsson lék sinn 67. og síðasta landsleik á þessum degi árið 1982 þegar Íslendingar töpuðu fyrir Spánverjum, 1:0, í undankeppni Evrópumótsins en leikið var á Spáni.

• Marteinn er fæddur árið 1951. Hann átti lengi vel landsleikjametið en hann lék sinn fyrsta landsleik árið 1971. Hann skoraði átta mörk í leikjunum 67 og var fyrirliði í 20 leikjum. Hann lék með Fram á sínum ferli og eitt tímabil með Víði í Garði og þá lék hann með belgíska liðinu Royal Union frá 1976-78. Marteinn þjálfaði Víði, Fylki og Fram.