Gunnar Smári Egilsson
Gunnar Smári Egilsson
„Það er alltaf pláss fyrir fréttir, sögur og upplýsingar.
„Það er alltaf pláss fyrir fréttir, sögur og upplýsingar. Það er æðakerfið í samfélaginu,“ segir Gunnar Smári Egilsson sem skoðar nú tækifærin á íslenskum fjölmiðlamarkaði fyrir nýjan fjölmiðil sem verði með stöðu á netinu, í blöðum og að einhverju leyti í útvarpi og sjónvarpi.

Segir hann ekki lengur vera í boði að halda úti einum miðli sem dragi allt í gegnum sig og frekara aðgengi að fleiri dreifileyfum þurfi til að hægt sé að taka þátt.

„Ég var að pæla í þessu og svo hitti ég fólk sem talaði um þetta og þetta kviknaði, bara eins og aðrar hugmyndir,“ segir Gunnar Smári bjartsýnn á framhaldið.

laufey@mbl.is