Sú hlið bílsins sem aðrir í umferðinni munu oftast sjá.
Sú hlið bílsins sem aðrir í umferðinni munu oftast sjá.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þrátt fyrir að flestir sem reynt hafa í eigin persónu mæri Ferrari F12 Berlinetta fyrir óviðjafnanlega aksturseiginleika hafa Ferrari-verksmiðjurnar í Maranello sent frá sér betrumbætta útgáfu af þessum geysivinsæla sportbíl.
Þrátt fyrir að flestir sem reynt hafa í eigin persónu mæri Ferrari F12 Berlinetta fyrir óviðjafnanlega aksturseiginleika hafa Ferrari-verksmiðjurnar í Maranello sent frá sér betrumbætta útgáfu af þessum geysivinsæla sportbíl. Hin nýja útfærsla nefnist F12 TdF og er nafnbótin tilvísun í Tour de France, sem upprunalega var kappakstur, vel að merkja, en ekki hjólreiðakeppni.

Meira af öllu nema þyngdinni

Óþarfi er að taka fram að F12 TdF er smíðaður í mjög takmörkuðu upplagi, til að auka enn á spenninginn.

Hin nýja Berlinetta skartar meira afli, minni þyngd, meira togi og nýjum vélarkosti. Undir húddinu er 6,3 lítra V12 vél sem búið er að hækka upp í 780 hestöfl, hvorki meira né minna. Togið er mest 705 nm. Bíllinn er ennfremur búinn dual-clutch kúplingu sem á að tryggja 30% hraðari skiptingu upp um gír og 40% hraðari niðurskiptingu.

En Ferrari hafa ekki látið þar við sitja heldur er ytra byrði bílsins talsvert frábrugðið forveranum. Mest ber á ýmsum viðbótum sem bæta eiga loftflæði og minnka mótstöðukraftana. Stór vindskeið er komin á afturendann, ásamt nýjum og svipmiklum framstuðara. Þá eru breiðari dekk komin á bílinn að framan og aftan, til að halda gripnum á réttri braut.

Frábær brautartími á Fiorano

Yfirbyggingin er að miklu leyti út koltrefjum, þar sem áður var ál og þannig hefur tekist að minnka þyngd F12 milli módela um 110 kíló. Fyrir bragðið klárar hann sig upp í 100 km/klst á aðeins 2,9 sekúndum. Þá má geta þess að brautartími F12 TdF á Fiorano-brautinni, þar sem Ferrari reynir ofurfáka sína, er 1:21 mínútur. Það er heilum 2 sekúndum skemmri tími en „hefðbundin“ Berlinetta hefur best náð og aðeins 1,3 sekúndum frá tíma ofurbílsins LaFerrari.

Sem fyrr sagði verður Ferrari Berlinetta F12 TdF aðeins smíðaður í takmörkuðu upplagi, nánar tiltekið 799 eintökum, og viðbúið er að búið sé að selja þá alla fyrir nokkru þegar þetta er ritað.

jonagnar@mbl.is