Salek-viðræðurnar svokölluðu eru hafnar á nýjan leik skv. heimildum Morgunblaðsins milli heildarsamtaka og viðsemjenda á vinnumarkaði en upp úr viðræðunum slitnaði 5. október sl.
Salek-viðræðurnar svokölluðu eru hafnar á nýjan leik skv. heimildum Morgunblaðsins milli heildarsamtaka og viðsemjenda á vinnumarkaði en upp úr viðræðunum slitnaði 5. október sl. Þær snúast um innleiðingu nýrra vinnubragða við gerð kjarasamninga og tilraun til að ná samkomulagi um ramma um þróun kjaramála. Mikil leynd hefur hvílt yfir málinu og hafa ekki fengist upplýsingar um efni viðræðnanna að undanförnu. Fjallað verður um stöðu þeirra á formannafundi ASÍ sem fram fer á morgun. Er reiknað með mikilli umræðu um stöðu og horfur í kjara- og efnahagsmálum og nýtt samningalíkan á fundinum.

Skv. upplýsingum frá ASÍ eru reglulegir formannafundir sambandsins haldnir annað hvert ár. Til fundarins koma formenn 50 aðildarfélaga og aðal- og varamenn í miðstjórn ASÍ. Eiga rúmlega 90 manns rétt til setu á fundinum. Einnig er búist við miklum umræðum um aðgerðir sem í undirbúningi eru gegn félagslegum undirboðum á vinnumarkaði. omfr@mbl.is