Öryggi Það er til bóta að gefa stefnuljós .
Öryggi Það er til bóta að gefa stefnuljós .
Af hverju viðgengst hér á landi svo áberandi virðingarleysi í umferðinni, að nota ekki stefnuljósin? Að koma heim eftir ferðalag erlendis, þar sem ökumenn nota þennan öryggisbúnað undantekningarlaust, fær mann strax til að hrökkva við.

Af hverju viðgengst hér á landi svo áberandi virðingarleysi í umferðinni, að nota ekki stefnuljósin? Að koma heim eftir ferðalag erlendis, þar sem ökumenn nota þennan öryggisbúnað undantekningarlaust, fær mann strax til að hrökkva við. Af hverju er ekki tekið á þessum slóðahætti með sektum? Þá fyrst gæti verið að fólk tæki við sér, en fyrr ekki. Lögreglan gæti verið með menn á vaktinni til að sinna þessu og sektargreiðslur myndu örugglega standa undir kostnaði. Til hvers er Umferðarstofa, af hverju heyrist svo lítið frá henni? Meðan látið er reka á reiðanum mun hér ekkert breytast!

Ökumaður í 55 ár.