Steinharpa Hilmar Örn Agnarsson, stjórnandi Kammerkórs Suðurlands, Eivör Pálsdóttir og Páll Guðmundsson frá Húsafelli á æfingu fyrir verðlaunahátíðina, þar sem þau flytja lag við ljóð Einars Benediktssonar.
Steinharpa Hilmar Örn Agnarsson, stjórnandi Kammerkórs Suðurlands, Eivör Pálsdóttir og Páll Guðmundsson frá Húsafelli á æfingu fyrir verðlaunahátíðina, þar sem þau flytja lag við ljóð Einars Benediktssonar.
Þing Norðurlandaráðs er nú haldið í Reykjavík og verða hin fimm virtu verðlaun sem ráðið veitir athent við hátíðlega athöfn í Hörpu í kvöld. Sjónvarpað verður frá athöfninni sem hefst kl. 19.30.
Þing Norðurlandaráðs er nú haldið í Reykjavík og verða hin fimm virtu verðlaun sem ráðið veitir athent við hátíðlega athöfn í Hörpu í kvöld. Sjónvarpað verður frá athöfninni sem hefst kl. 19.30. Kynnar verða Charlotte Böving og Ólafur Egilsson og fjöldi listamanna kemur fram. Verðlaunafé í öllum flokkum nemur 350.000 dönskum krónum, tæplega 6,7 milljónum króna.

Til Bókmenntaverðlaunanna eru tilnefnd Pia Juul og Helle Helle (DK), Saminn Niillas Holmberg, Peter Sandström og Hannu Raittila (FI), Sólrún Michelsen (FO), Kristine Næs og Jon Fosse (NO), Therese Bohman og Bruno K. Öijer (SE), Karin Erlandsson frá Álandseyjum, Grænlendingurinn Niviaq Korneliussen, og loks Jón Kalman Stefánsson, fyrir Fiskarnir hafa enga fætur, og Þorsteinn frá Hamri fyrir Skessukatla.

Til Barna- og ungmennabókaverðlaunanna eru tilnefnd þau Mette Hegnhøj og Jesper Wung-Sung (DK), Veikko Holmberg and Sissel Horndal fyrir verk á samísku, Maria Turtschaninoff og Marjatta Levanto og Julia Vuori (FI), Elin á Rógvi and Marjun Reginsdóttir (FO), Naja Rosing-Asvid frá Grænlandi, Geir Gulliksen og Anna Fiske, og Simon Stranger (NO), Frida Nilsson og Jakob Wegelius (SE), Malin Klingenberg frá Álandseyjum, og loks Þórarinn Leifsson, fyrir Maðurinn sem hataði börn , og Bergrún Íris Sævarsdóttir fyrir Vinur minn, vindurinn .

Til Kvikmyndaverðlaunanna eru tilnefndar Stille hjerte eftir Bille August (DK), He ovat paenneet eftir Jukka-Pekka Valkeapää (FI), Mot naturen efir Ole Giæver (NO), Gentlemen (SE) og kvikmynd Dags Kára Péturssonar, Fúsi .

Til Tónlistarverðlaunanna eru tilnefnd: Michala Petri og HVAD (DK); Kimmo Pohjonen og Apocalyptica (FI); Hamferð, frá Færeyjum; Kammersveit Reykjavíkur og Elfa Rún Kristinsdóttir, frá Íslandi; Dans Les Arbres og Tora Augestad (NO); Anne Sofie von Otter og Svante Henryson (SE).

Til Umhverfis- og náttúruverðlaunanna eru tilnefnd GoMore frá Danmörku; Lútherska kirkjan og sjálfboðaþjónustan PiggyBaggy í Finnlandi, orkufyrirtækið SEV í Færeyjum, verslanakeðjan Norgesgruppen A/S í Noregi, Löfbergs coffee roastery, City Bikes og Uppsala klimatprotokoll í Svíþjóð, Sixten Sjöblom á Álandseyjum og frá Íslandi: Orkuveita Reykjavíkur og Carbon Recycling International.