Brann Ikea-geitin brann í gær.
Brann Ikea-geitin brann í gær.
Jólageitin við IKEA í Kauptúni í Garðabæ fuðraði upp á þremur mínútum eftir að eldur kom upp í henni eftir hádegi í gær. Talið er kviknað hafi í út frá rafmagni, þ.e. ljósaseríum á geitinni en þetta er í þriðja skiptið sem geitin brennur.
Jólageitin við IKEA í Kauptúni í Garðabæ fuðraði upp á þremur mínútum eftir að eldur kom upp í henni eftir hádegi í gær. Talið er kviknað hafi í út frá rafmagni, þ.e. ljósaseríum á geitinni en þetta er í þriðja skiptið sem geitin brennur. Vinna við smíði nýrrar geitar er hafin og vonast framkvæmdastjóri verslunarinnar til að hægt verði að koma henni upp fyrir næstu helgi. „Þetta er hluti af ímynd okkar á svæðinu, hún er mjög falleg svona uppljómuð. Þetta er tákn fyrir IKEA og Kauptún, okkar jólatré. En geitin mun rísa eins og Fönix upp úr öskunni,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. Tjónið er töluvert, og má sem dæmi nefna að serían á geitinni kostar um eina milljón króna.