Björg Valgeirsdóttir
Björg Valgeirsdóttir
Thi Thuy Nguyen fékk dvalarleyfi á Íslandi í gær en Útlendingastofnun hafði áður talið að hjónaband hennar og eiginmanns hennar, Van Hao Do, væri aðeins til málamynda og hafði henni því verið synjað um dvalarleyfi áður.
Thi Thuy Nguyen fékk dvalarleyfi á Íslandi í gær en Útlendingastofnun hafði áður talið að hjónaband hennar og eiginmanns hennar, Van Hao Do, væri aðeins til málamynda og hafði henni því verið synjað um dvalarleyfi áður. Víetnömsku hjónin kærðu í gær til Persónuverndar leka á upplýsingum frá Landspítalanum til Útlendingastofnunar.

Í gögnum máls þeirra hjá Útlendingastofnun kemur fram að upplýsingar hafi borist í símtali frá Landspítalanum um háttalag hjónanna. Björg Valgeirsdóttir, lögmaður hjónanna, segir það vera brot á friðhelgi einkalífsins og óheimila miðlun upplýsinga um skjólstæðinga hennar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Þetta er farsæll endir á dvalarleyfismálinu, en þau eru staðráðin í að leita réttar síns á lekanum sem er mjög alvarlegur,“ sagði Björg í samtali við mbl.is í gær. Hún sagði það hafa verið þungbært fyrir umbjóðendur sína að vera hafðir fyrir þessari sök sem byggir á „ólöglega miðuðum gögnum eða ágiskunum“.