Alexander Petersson
Alexander Petersson
Þýska liðið Rhein-Neckar Löwen komst upp að hlið Guðjóns Vals Sigurðssonar og félaga hans hjá Barcelona í toppsæti B-riðils Meistaradeildar Evrópu í handbolta í gærkvöldi með sigri á Montpellier, 25:21, í Mannheim.

Þýska liðið Rhein-Neckar Löwen komst upp að hlið Guðjóns Vals Sigurðssonar og félaga hans hjá Barcelona í toppsæti B-riðils Meistaradeildar Evrópu í handbolta í gærkvöldi með sigri á Montpellier, 25:21, í Mannheim. Liðin eru jöfn að stigum með 11 stig, en Barcelona er enn á toppi riðilsins þar sem liðið er með hagstæðari markatölu.

Alexander Petersson skoraði tvö mörk fyrir Löwen í leiknum, en Stefán Rafn Sigurmannsson komst hins vegar ekki á blað.