Gemsi Er þetta þarfasti þjónninn?
Gemsi Er þetta þarfasti þjónninn?
Flesta daga rignir yfir þjóðina auglýsingum um nýjar útfærslur á símum, tölvum, sjónvörpum og fleiri tækjum. Öll eiga tækin að vera betri en þau sem seld voru jafnvel í gær.

Flesta daga rignir yfir þjóðina auglýsingum um nýjar útfærslur á símum, tölvum, sjónvörpum og fleiri tækjum.

Öll eiga tækin að vera betri en þau sem seld voru jafnvel í gær.

Oft sýnist okkur sem breytingin á nýju tækjunum sé einna helst í útliti og væntanlega einhverju fleiru.

Af þessum tískubylgjum hrífast ungmenni og liggja oft stíft í foreldrum sínum að leggja fram fé til kaupanna, t.d. á síma sem getur verið frá 100-200 þúsund eða meira.

Í framhaldinu er eldri símunum fleygt niður í skúffu, það sama á við um tölvur og sjónvörp sem eru jafnvel í haugum í geymslum, bílskúrum eða í Sorpu.

Væntanlega má nota eldri tækin mun lengur í mörgum tilfellum og spara með því veruleg útgjöld á mörgum heimilum.

Að sjálfsögðu hefur fólk val um í hvað það eyðir sínum peningum, en hugsanlega eru sumir að baka sér óþarfa útgjöld vegna þessa.

Oft getur reynst erfitt að neita t.d. ungmennum um að fylgja þessu tækjakapphlaupi og tískubylgjum eftir.