Vefsíðan Netið hefur gert heiminn minni og opnað nýjar leiðir fyrir mannkynið til að sýna sínar bestu hliðar. Ef einhver er í vanda eða hörmungar dynja á eru netverjar oft ekki lengi að bregðast við og byrja að safna með samskotum.

Vefsíðan Netið hefur gert heiminn minni og opnað nýjar leiðir fyrir mannkynið til að sýna sínar bestu hliðar.

Ef einhver er í vanda eða hörmungar dynja á eru netverjar oft ekki lengi að bregðast við og byrja að safna með samskotum.

En þá geta nokkur vandamál komið í ljós. Er hægt að treysta þeim sem stendur að söfnuninni? Fara margar safnanir í gang á sama tíma? Taka þeir sem safna til sín skerf af framlögunum?

Hópfjármögnunarvefurinn Indiegogo hefur núna sett í loftið vefsíðu sem er hönnuð gagngert til að halda utan um góðgerðarsafnanir. Vefurinn hefur fengið viðeigandi nafn, Generosity.com, og eiga öll framlög að renna óskipt til þess verkefnis sem safnað er fyrir því Indiegogo tekur enga þóknun fyrir sitt framlag.

Meðal þeirra verkefna sem þegar eru farin af stað er söfnun á vegum Humans of New York til að hjálpa fólki í Indlandi sem hefur aflað 2,3 milljóna dala og söfnun fyrir fórnarlömb jarðskjálftans í Nepal sem hefur aflað tæplega hálfrar milljónar dala.

Verkefnin eru af ýmsum toga. Sumir eru að leita að aðstoð vegna veikinda og sjúkrahúskostnaðar, hjálpa börnum að mennta sig eða vernda sögufrægar byggingar. Miðar meira að segja eitt verkefnið að verndun íslensku geitarinnar. ai@mbl.is