Jónas Kristjánsson
Jónas Kristjánsson
Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, skrifar í pistli: Brezkir Blairistar sáu pólitíkina með augum almannatengils. Leituðu leiða til að lífga fylgi krata. Sáu þann kost vænstan að halla sér yfir á hægri vænginn.

Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, skrifar í pistli:

Brezkir Blairistar sáu pólitíkina með augum almannatengils.

Leituðu leiða til að lífga fylgi krata.

Sáu þann kost vænstan að halla sér yfir á hægri vænginn.

Fara þangað, þar sem þeir töldu fylgið vera.

Urðu blindir í hroka af velgengni drullusokksins Tony Blair.

Föttuðu ekki, að þar með ógiltu þeir fyrri hugmyndir um jöfnuð.

Fórnuðu grunngildum fyrir skammgóðan vermi í hlýrri græðgishyggju.

Breyttust í „Thatcher light“.

Endurreisn gamalla gilda hefst með Jeremy Corbyn.

Hann skilur, að þú leitar ekki fylgis í herbúðum óvinarins.

Þú segir fólkinu að koma til þín.

Pólitík er ekki „public relations“, heldur sannfæring og trúboð.“

Gæti þessi hirting Jónasar átt víðar við en í Bretlandi?