Hálftímagildi svifryks við mælistöðina á Grensásvegi var 249 míkrógrömm á rúmmetra og 136 míkrógrömm í mælistöð við Bólstaðarhlíð klukkan 17:00 í gær. Sólarhrings heilsuverndarmörkin eru 50 míkrógrömm.

Hálftímagildi svifryks við mælistöðina á Grensásvegi var 249 míkrógrömm á rúmmetra og 136 míkrógrömm í mælistöð við Bólstaðarhlíð klukkan 17:00 í gær. Sólarhrings heilsuverndarmörkin eru 50 míkrógrömm. Börn og þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum ættu að forðast útivist í nágrenni stórra umferðargatna.

„Það er búið að vera kalt, þurrt og hægur vindur undanfarna daga. Það er heilmikið ryk sem þyrlast upp þegar bílar keyra um göturnar,“ segir Kristín Lóa Ólafsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Reykjavíkurborg.

„Í Reykjavík er, samkvæmt viðbragðsáætlun um loftgæði, starfandi viðbragðsteymi sem meðal annars ákveður til hvaða mótvægisaðgerða skal gripið hverju sinni. Ein af þeim er að rykbinda götur með magnesíumklóríði eða saltpækli og hefur það gefið góða raun. Í Reykjavík hafa veðuraðstæður undanfarin ár, þá daga sem búist hefur verið við mikilli rykmengun, ekki hentað til rykbindingar. Sá kostur verður þó skoðaður nú,“ segir Kristín.

benedikt@mbl.is